Landslagshönnun, frístundahús í Borgarbyggð
Frístundahús í fallegu kjarrlendi í Borgarfirði. Hönnun húss og nánasta umhverfis miðast að því að fella öll mannvirki sem best að umhverfinu. Útveggir, gólf og þak eru steypt. Húsið klætt að utan með ómeðhöndluðum sedrusviði sem hefur gránað með aldrinum. Gras er á þaki.
Öll hönnun húss og fyrirkomulag miðast að því að tengja innra umhverfi hússins náttúrunni fyrir utan sem best.