Snorrabraut 62
Húsið er fjögurra hæða nýbygging, fjölbýlishús með verslunar- og þjónusturými á jarðhæð. Húsið er samtengt Snorrabraut 60 sem sem hýsir Blóðbankann. Nýbyggingin fellur vel að hugmyndum um mótun Snorrabrautar sem mikilvæg framtíðarborgargata í Reykjavík. Á götuhæð er gert ráð fyrir lifandi götuhliðum með hverfisþjónustu. Á efri hæðum eru 35 íbúðir af ýmsum stærðum og gerðum.