logo
Verkefni
Fyrirtækið
Greinar
Hafa samband

Breiðagerðisskóli Reykjavík

Viðbygging og endurbætur byggingar frá 1957 eftir Einar Sveinsson arkitekt.
Skapað var nýtt rými í skólanum, hjarta starfseminnar, en einnig bætt við sérkennslustofum og almennu kennslurými.
Viðbyggingin er við suðurhlið gamla skólans í tveimur hlutum. Byggingarhluti sérkennslustofa er tveggja hæða auk kjallara. Kjallarinn er opinn og bjartur, stór gluggi nær yfir útveggjaflöt hans, efri hæðir eru klæddar báruðu aluzinki. Byggingarhluti almennra kennslustofa er einnar hæðar, ytra byrði er sjónsteypa. Milli gamla skólans og viðbyggingar er tveggja hæða miðrými sem gefur kost á fjölbreyttri nýtingu.
Eftir að viðbyggingin var tekin í notkun hefur verið unnið að umfangsmiklum breytingum og endurbótum á eldra húsnæði skólans.

Ljósmyndir: Rafael Pinho.

Dagsetning

2021

Viðskiptavinur

Reykjavíkurborg – Skrifstofa framkvæmda og viðhalds

Viðbygging, breytingar og endurbætur eldra húsnæðis

Stærð viðbyggingar: 1.140 m²

Heildarflatarmál skóla með viðbyggingu: 5.144 m²

2005 – 2021