Útgarður

Deiliskipulag samþykkt 2015

Verkkaupi: Sveitarfélagið Garður

Stutt lýsing skipulags:

Við deiliskipulagsgerðina er leitast við að nýta landkosti svæðisins sem best og byggja á þeim grunni sem fyrir er.

Með það að markmiði að gefa svæðinu heildstætt yfirbragð og frjálst byggingamynstur innan byggingarreita, er lögð til markviss landmótun umhverfis og við jaðra skipulagssvæðisins.  Landmótunin verður í formi hóla, garða og veggja, sem skapa ákveðna heildarmynd. Markmiðið er m.a. að styrkja núverandi yfirbragð og viðhalda staðareinkennum búsetulandslags. Skilmálar eru um að öll ný mannvirki á svæðinu endurspegli þessar áherslur sveitarfélagsins með skýrum hætti.

Svæðinu er skipt upp í níu misstórar lóðir. Á stærri lóðum vestan við gamla Sandgerðisveginn er gert ráð fyrir uppbyggingu gistiaðstöðu. Tengd starfsemi er fyrirhuguð á minni lóðum austan vegar og þar er möguleiki á sameiningu lóða ef eftirspurn verður fyrir hendi.

  • 13-04 SKIPULAGSUPPDRÆTTIR.vwx
  • Sept grunnmynd
  • 14-21-SKÝRINGAMYNDIR
  • 14-21 Yfirlitsmynd 2 ny
  • 14-21 Yfirlitsmynd ny
  • 14-21 Mynd 3 ny
  • 14-21 eftir gotu nytt
  • 14-21 Midja gotu copy
  • 14-21 Eftir gotu 2
  • Yfirlitsmynd GE m tillogu