Urriðaholtsstræti 32 Garðabæ

Í byggingu 2018

Verkkaupi: Gerð ehf

Heildarstærð: Um 1.900 m²

Fjöldi íbúða: 12

Fjölbýlishúsið við Urriðaholtsstræti 32 er 5 hæðir með innbyggðri bílgeymslu. Efsta hæðin er inndreginn. Aðalinngangur er á norðurhlið hússins, einnig eru inngangar frá bílgeymslu og að sunnan verðu inn á 2 hæð. Í húsinu er lyfta og öllum íbúðum má breyta þannig að þær uppfylli kröfur vegna algildrar hönnunar. Útveggir eru staðsteyptir og einangraðir að utan. Þeir eru klæddir með álklæðningu en svalir eru timburklæddar.

Húsið situr í miklum landhalla og þarf að aðlaga það mismunandi landnotkun á lóðamörkum. Lóðin er þrískipt, aðkomusvæði og bílastæði norðan megin við götu, garðsvæði er sunnan megin ofan á bílgeymslu og tengisvæði eru austan og vestan megin. Sérnotahlutar eru sunnan og vestan megin. Lóðin öll nýtist annars til samveru og leikja. Í bílgeymslu eru 8 bílastæði. Þar er einnig sorpgeymsla og geymslur fyrir hjól og vagna. Á lóð við aðalinngang eru 4 bílastæði. Gert er ráð fyrir hleðslupóstum fyrir rafbíla.

  • 17-01-30000
  • 17-01-31010
  • 17-01-31020
  • 17-01-31030
  • 17-01-32010
  • 17-01-33010
  • 17-01-30000
  • 17-01-30000