Undirgöng á Vesturlandsveg
Hannað 2015
Verkkaupi: Mosfellsbær og Vegagerðin
Ný undirgöng á Vesturlandsveg bæta tengimöguleika fyrir göngu- og hjólaumferð innan sveitarfélagsins.
Áhersla var á að mannvirki féllu vel að landinu og að umferðarflæði yrði sem þægilegast fyrir notendur. Lækur rennur nú í opnum farvegi samhliða stígnum.
Stoðveggir undirganga eru bogadregnir til að hámarka yfirsýn þeirra sem eiga leið um og auka öryggi.
Verkið var unnið í samstarfi við VSÓ verkfræðistofu og Landmótun