Tjarnahverfi

Deiliskipulag samþykkt 2004

Verkkaupi: Reykjanesbær

Stærð skipulagssvæðis: 66 ha

Fjöldi íbúða: 560

 

Deiliskipulagið í og við Innri Njarðvík er fyrsti áfangi nýrrar byggðar, skv. rammaskipulagi Reykjanesbæjar sem Kanon arkitektar unnu 2003. Umhverfið einkennist af nálægð við sjó, Njarðvíkurfitjar, eldri byggð Innri Njarðvíkur og Reykjanesbraut. Í samræmi við rammaskipulag er áhersla lögð á gott samhengi eldri og nýrrar byggðar, markvissa mótun bæjarrýmis og skýra heildarmynd nýs hverfis. Við lífæð hverfisins er grunnskóli, leikskóli og húsnæði fyrir hverfistengda þjónustu, ásamt íbúðarhúsnæði. Áhersla er lögð á líflegt og fallegt umhverfi lífæðar með margbreytilegu göturými og notkun trjágróðurs. Miðsvæðis í hverfinu er gert ráð fyrir opnu svæði með tjörnum, náttúrusvæði, skólum og hverfisvöllum, auk íbúðarbyggðar við lífæð. Næst Reykjanesbraut er gert ráð fyrir uppbyggingu atvinnuhúsnæðis.

 • ljosm2
 • model1_ljosari
 • model3
 • model4
 • model2
 • tjarnahverfi
 • tjarnahverfi2
 • 2
 • 3
 • 1
 • ljosm1