Þormóðseyri Siglufirði

Verndarsvæði í byggð.

Skráning fornleifa, húsa og mannvirkja  2017/18.

Verkkaupi: Fjallabyggð með fjárstyrk frá Minjastofnun Íslands.

Skýrsla þessi er grunnur að greinargerð sem fylgja mun tillögu um verndarsvæði í byggð 2018. Verndarsvæði í byggð er afmarkað svæði í þéttbýli sem nýtur sérstakrar verndar samkvæmt ákvörðun ráðherra.

Hér eru settar fram sameiginlegar greiningar og niðurstöður Kanon arkitekta og Fornleifastofnunar Íslands sem byggja á uppfærðum skráningum á fornleifum, húsum og mannvirkjum.  Sú ákvörðun að skila sameiginlegri skýrslu þar sem þverfagleg sjónarmið fornleifafræði, landslagsarkitektúrs og arkitektúrs eru fléttuð saman reyndist áhugaverð og skemmtileg. Menningar-/ búsetulandslag samanstendur af mörgum lögum sem hlaðast upp í tímans rás. Þessa lagskiptingu er mikilvægt að skrá, greina og varðveita niðurstöður í einhverri mynd (úr inngangi).

Skýrsla

  • Tormodseyri1a