Sumarhús í Borgarfirði

1998

Flatarmál: 44 m²

 

Sumarhúsið er staðsett á gróðursælum stað í landi Bjarnastaða á Hvítársíðu í Borgarfirði. Frá húsinu er tilkomumikil fjallasýn, Langjökull breiðir úr sér á bak við Hafrafell.

Fjallaskáli með góðum tengslum við náttúruna var fyrirmynd hússins. Hagkvæmni, nýtni á rými og efni ásamt umhverfishugsun hafa verið höfð að leiðarljósi við hönnun og byggingu hússins. Það er á einni hæð auk millilofts. Sumarhúsið er timburhús, klætt að utan með lerkiklæðningu, sem fengið hefur að veðrast. Bárujárn og gras eru á þökum. Stórir gluggar og dyr tengja innra rýmið við náttúruna úti fyrir.

Ljósmyndir: Jón Árnason.

  • 2
  • 4
  • 3
  • 1