Stuðlar meðferðarstöð

Nýbygging tekin í notkun 1996

Tilnefnd til Mies van der Rohe Pavilion Award for European Architecture 1996

Tilnefnd til menningarverðlauna DV 1997

Viðbygging tekin í notkun 2004

Verkkaupi: Félagsmálaráðuneytið

Flatarmál með viðbyggingu: 960 m²

 

Með nýbyggingu Stuðla voru þrjár meðferðarstofnanir fyrir unglinga sameinaðar í eina. Þar er starfrækt meðferðardeild og neyðarvistun.

Hækkun sjálfræðisaldurs nokkrum árum eftir að Stuðlar voru fyrst teknir í notkun kallaði á stærri og sérhæfða neyðarvistun og var viðbyggingu bætt við eldri hluta 2004.

Byggingin er brotin upp og hverfast hlutar hennar um innri garða sem veita hlýleika og góða yfirsýn. Hún er klædd með múrkerfi og lerkiklæðningu sem hefur fengið að veðrast. Form og efni miða að því að byggingin falli á hógværan hátt að umhverfinu, en hún var sú fyrsta sem reis á svæðinu.

Ljósmyndir: Spessi.

 • 10
 • 6_11
 • 1
 • 5
 • 8
 • 9
 • 7_oklippt
 • 3
 • 2
 • 4
 • 13
 • 12
 • upprunal_utlit
 • vidbygg_afstodumynd
 • vidbygg_grunnm
 • gamla_adalmynd