Borgartún – Sóltún

Deiliskipulag samþykkt 2005
Verkkaupi: ÍAV hf og Þyrping hf
Stærð skipulagssvæðis 2,2 ha
Syðri lóð, stærð: 15.000 m²
Byggingarmagn alls: 31.800 m²
Fjöldi íbúða: 230
Nyrðri lóð, stærð: 6.700 m²
Byggingarmagn alls: 15.000 m²

 

Deiliskipulag við Borgartún 26 og Sóltún 1-3 (nú Mánatún 1-21) í Reykjavík unnið í samstarfi við Teiknistofuna Tröð.

Skilgreindar eru tvær nýjar lóðir. Við Borgartún er lóð fyrir 5-8 hæða verslunar- og skrifstofuhúsnæði. Á suðurhluta er lóð fyrir 5-10 hæða íbúðarhúsnæði. Bílgeymslur eru neðanjarðar.
Ný byggð styrkir göturými á horni Borgartúns og Nóatúns. Bygging við Borgartún mótar götumynd. Íbúðarbyggð umlykur skjólgóðan sameiginlegan garð. Markmið skipulagsins er að auka margbreytileika bæjarmyndar með því að nýta kosti svæðisins og mynda líflegt og áhugavert borgarumhverfi með samþættingu þéttrar íbúðarbyggðar og atvinnustarfsemi.

  • gotumynd
  • model1
  • model2
  • model3
  • model4
  • loftm_model
  • uppdrattur
  • snid