Sólheimar í Grímsnesi
Þemagarðar 2001 – 2015
Verkkaupi: Sólheimar ses
Vinna við hönnun nýs kirkjugarðs við Sólheimakirkju hófst í byrjun nýrrar aldar. Eftir langt hlé var hönnunin dreginn fram að nýju og lauk framkvæmdum við garðinn 2012. Gert er ráð fyrir allt að 100 kistugröfum og rúmlega 50 duftreitum í nýjum garði.
Samhliða vinnu við kirkjugarðinn voru á sínum tíma lögð drög að garði lífsins við hlið hans. Hugmyndin með honum er að hverjum nýjum einstaklingi sem fær heimilisfestu á Sólheimum sé fagnað með gróðursetningu eins trés.
Haustið 2014 var haldið áfram að þróa þessa hugmynd og nú bættist í hópinn svokallaður skyngarður sem Birkir Einarsson landslagsarkitekt hafði gert tillögu um fyrir Sólheima árið 2006. Hugmyndin er að þessir þrír þemagarðar; kirkjugarðurinn, garður lífsins og skyngarðurinn verði hluti heildar sem bindur saman Sólheimakirkju, Bergmál, Sesseljuhús og Vigdísarhús.