Skarðshlíð Hafnarfirði
Samanburðartillaga um endurskipulag Skarðshlíðar í Hafnarfirði 2014
Verkkaupi: Skipulags- og byggingarráð Hafnarfjarðar.
Verkefnið nær til hluta svæðis innan gildandi deiliskipulags. Breyttar áherslur bæjarins er varða þéttingu byggðar, almenningssamgöngur og fyrirkomulag skóla- og dagvistunarmála o.fl. skal hafa að leiðarljósi.
Úr greinargerð með tillögu:
Í Skarðshlíð mun byggðin móta bæjarrýmið. Byggingar mynda falleg, hlýleg og skjólgóð bæjarrými – götu og garðrými – umgjörð um nútímalegan og vistvænan lífsmáta. Út á við verður líflegt göturými með gangstéttum, bílastæðum, hjólastæðum, forgörðum, stígum og margvíslegum útisvæðum. Inn á við mynda byggingar skjólgóða garða með einkasvæðum næst íbúðum ásamt sameiginlegum garð- og leiksvæðum.
Gengið er út frá að skil milli sérbýlis og fjölbýlis verði afmáð sem útgangspunktur. Þess í stað er lagt upp með að móta byggð fjölbreyttra íbúðargerða fyrir alla aldurshópa og margbreytilegt fjölskylduform í bland við þjónustu og starfsemi í göngufæri.