Sjúkrahótel – nýr Landspítali

Frumhönnun 2010 – 2012

Verkkaupi: NLSH ohf.

Fyrsti áfangi: 4.000 m²

Fullbyggt sjúkrahótel: 6.800 m²

Sjúkrahótel er hluti fyrsta áfanga uppbyggingar nýs Landspítala við Hringbraut. Það mun rísa norður af C-álmu kvennadeildar og tengjast Barnaspítala / kvennadeild um tengigang á jarðhæð. Frumhönnun sjúkrahótels byggir á vinningstillögu í samkeppni um uppbyggingu á Landspítalalóð 2010 og er unnin undir merkjum SPITAL teymisins.

Í fyrsta áfanga verða 77 herbergi, í fullbyggðu sjúkrahóteli 115 – 120 hótelherbergi. Sjúkrahótel er eins og venjulegt hótel að viðbættri aðstöðu fyrir heilbrigðisstarfsfólk. Hærra hlutfall gesta hefur skerta hreyfigetu en á almennum hótelum. Aðkoma hótelsins er frá suðri um forgarð. Við inngang er móttaka, veitingastofa með aðgengi í forgarð og setustofa, að hluta til með tvöfaldri lofthæð. Þar er hjarta hússins.

Forhönnunarskýrsla

  • NLSH07-A11-0101-grunnmynd
  • NLSH07-A11-0202-grunnmyndir
  • NLSH07-A16-0001-hotelherbergi
  • NLSH07-A12-0001-thversnid og rummynd