Siglufjörður

Byggða- og húsakönnun 2012
Verkkaupi: Fjallabyggð með fjárstyrk frá Húsafriðunarsjóði

Markmið með gerð byggða- og húsakönnunar er byggingarlistarleg og menningarleg skoðun. Í þessu felst skráning á núverandi og upprunalegri gerð einstakra húsa. Einnig er lagt mat á götumyndir og bæjarumhverfi. Ferlið er lögbundið og nýtist við deiliskipulagsgerð í byggðu umhverfi.
Byggðarþróun á Siglufirði var nokkuð ólík þróun annarra sjávarplássa á fyrri hluta 20 aldar. Öflugri á flestum sviðum mannlífsins og hefur bæjarbragur líklega óvíða verið jafn líflegur og á Siglufirði síldaráranna. Núverandi byggð endurspeglar þróunarsögu Siglufjarðar og varðveitir upplýsingar, s.s minjar, kennileiti og örnefni í landslaginu. Skipulag Eyrarinnar á sér fáar hliðstæður á Íslandi. Húsaskráningin er liður í því að tryggja að framtíðarþróun byggðar á Siglufirði taki mið af sögulegum bakgrunni og festi staðarímyndina enn frekar í sessi.

Byggða- og húsakönnun, áfangaskýrsla

  • 10-24 Forsida