Sementsreiturinn Akranesi

Verkkaupi Akraneskaupstaður

Íbúafundur í janúar 2014

 

Árið 2013 var undirritaður samningur milli Akraneskaupstaðar og Sementsverksmiðjunnar um eignarhald bæjarins á stærstum hluta mannvirkja og lóða verksmiðjunnar á svokölluðum Sementsreit. Í tengslum við þetta var Kanon arkitektum falið að vinna að hugmyndum um notkunarmöguleika reitsins og þýðingu hans fyrir miðbæ Akraness ásamt því að undirbúa íbúafund þar sem þeir kynntu hugmyndir og höfðu umsjón með umræðum í vinnuhópum.

Markmið íbúafundarins var að virkja íbúa Akranesbæjar til umræðu um Sementsreitinn, framtíðarsýn og tengsl hans við miðbæinn, höfnina og Langasand og með hvaða hætti notkun hans gæti sem best eflt lífsgæði íbúa á Akranesi. Fundurinn var fjölmennur og vel heppnaður og með honum tekið fyrsta skref í átt að frekari skipulagsáformum um Sementsreitinn.

 • Midrymi samsett mynd
 • Sandgr nuv
 • Sandgr ny
 • faeriband-nuv
 • fariband-nyt
 • fyrir sement nuv
 • fyrir sement nyt
 • Faxabraut before
 • Faxabraut 1 loka
 • Faxabraut 2 loka
 • Faxabraut 3 loka
 • fyrir hofn
 • fyrir hofn nytt
 • byggd ad aftan nuv
 • byggd ad aftan ny
 • Langireitur before
 • Langireitur byggd loka
 • Sandgryfja2
 • Sandgryfja2 ny
 • Gongugata before
 • Gongugata