Sæviðarsund og Hólmasund
Deiliskipulag samþykkt 1998
Tilnefnt til menningarverðlauna DV 2001
Verkkaupi: Reykjavíkurborg
Stærð deiliskipulagssvæðis: 2 ha
Fjöldi íbúða: 32 auk sambýlis
Skipulag íbúðarbyggðar á fyrrum svæði Knattspyrnufélagsins Þróttar við Sæviðarsund í Reykjavík mótast af aðlægri byggð og einkennist af lágri byggð einbýlis- og parhúsa og fjölbýlishúsi.
Skipulagsskilmálar voru mjög ítarlegir og miðuðu að því að svipmót nýrrar byggðar félli að þeirri byggð sem fyrir var. Form og útlit einbýlis- og parhúsa við Sæviðarsund var fastmótað, útveggir sem lóðarveggir að miklu leyti ákvarðaðir í skipulagsskilmálum.
Í umsögn DV vegna tilnefningar menningarverðlauna segir m.a.: “Húsaþyrpingin við Sæviðarsund brýtur á sinn hátt blað í skipulagi íbúðarhverfa í Reykjavík hvað varðar samhengi og heildstætt yfirbragð slíkra hverfa. Samspil húsforma og útirýma er með ágætum, efnisnotkun markviss og heildarsamræmi sérlega gott.”