Rannsóknarhús – nýr Landspítali
Frumhönnun 2010 – 2012
Verkkaupi: NLSH ohf.
Fyrsti áfangi: 14.000 m²
Fullbyggt rannsóknarhús: 18.500 m²
Rannsóknarhús er hluti fyrsta áfanga nýs Landspítala við Hringbraut. Fimm hæða bygging sunnan nýs meðferðarkjarna og vestan heilbrigðisvísindasviðs HÍ mun hýsa rannsóknarstarfsemi spítalans og háskólans. Frumhönnun rannsóknarhúss byggir á vinningstillögu í samkeppni um uppbyggingu á Landspítalalóð 2010 og er unnin undir merkjum SPITAL teymisins.
Byggingin skiptist í þrjár álmur. Uppbygging hússins býður upp á mikinn sveigjanleika fyrir starfsemi í stöðugri þróun. Lögð er áhersla á aðlaðandi vinnustað með góða aðstöðu fyrir starfsfólk. Starfsemin skiptist í meginatriðum í meinafræði, blóðmeinafræði, ónæmisfræði, erfðafræði, veirufræði / sýklafræði, gigtarrannsóknir, klíníska lífefnafræði, lífsýnasafn og blóðbanka. Byggingin hýsir einnig líkhús og kapellu. Á þaki rannsóknarbyggingar verður þyrlupallur sem tengist bráðamóttöku og fleiri deildum meðferðarkjarna um tengibrú.