Ósar – frístundabyggð
2011
Verkkaupi: Ósar ehf
Hugmynd að frístundabyggð við strandlengju Ósa, skammt frá Ósabotnum og Þórshöfn, vestast á Reykjanesi.
Frístundabyggðin er staðsett í sérstæðu og stórbrotnu umhverfi strandlengjunnar. Þaðan er mikilfenglegt útsýni til sjávar og kröftug úthafsaldan blasir við í öllu sínu veldi. Áhersla er lögð á að gesturinn fái sterka tilfinningu fyrir náttúruöflum og umhverfi.
Við aðkomu Ósa er fræðslu- og þjónustumiðstöð, hótel og veitingastaður. Þaðan kvíslast vegur að 40-60 frístundahúsum. Frá samfelldum stíg um frístundabyggðina verður greið leið niður að baðstað, strönd og fjöru.