Óðinstorg

Hönnunarsamkeppni í kjölfar forvals 2014/15

Verkkaupi: Reykjavíkurborg í samstarfi við FÍLA.

Tillaga unnin í samvinnu við Jón Axel Björnsson, myndlistarmann.

Úr greinargerð með tillögu.

Viðfangsefni tillögunnar er að minnka vægi bílsins í umhverfi torgsins og virkja bæjarrýmið til fjölbreyttra athafna blómstrandi mannlífs.

Byggingarnar sem afmarka torgið eru frá mismunandi tímabilum í Reykvískri byggingarsögu, fjölbreytilegar að stærð og gerð. Bárujárnsklædd timburhús og steinsteypt hús – íbúðir, skrifstofur, hótel og veitingastaðir. Þetta gefur Óðinstorgi skemmtilegan og líflegan brag sem mikilvægt er að viðhalda.

Hugmynd tillögunnar er að leyfa margbreytileikanum að njóta sín, en að gefa torginu samtímis sterkan heildarsvip og sérstöðu í torgaflóru Reykjavíkur. Að binda saman fjölbreytilegt bæjarrýmið í eina heild með samfelldu yfirbragði “gólfsins”, vegg í vegg. Áhersla er lögð á að skynja megi torgið sem eitt rými – svæði sem býður upp á margvíslega notkun íbúa og gesta eftir árstíðum, vikudögum og tímum sólarhringsins. Leik og hvíld, tónleikahald, dans, útiveitingar kaffihúss og veitingastaðar, útimarkað o.s.frv. Lifandi torg með fjölnota möguleika.

Á móti fjölbreytileika bygginganna sem afmarka rýmið verður einfaldleiki í hugmyndinni að efni og yfirbragði gólfsins.

Greinargerð / hefti tillögu

  • Grunnmynd 1_ 200
  • Mynd 1
  • Mynd 3
  • Mynd 2
  • Mynd 4
  • 14-20-Samkeppni-tillaga.vwx
  • Afstöðumynd 1_ 500