Nauthólsvegur 83 – A reitur
2018 –
Verkkaupi: Jáverk ehf
Heildarstærð: 6.731 m²
Fjöldi íbúða: 125
Fjölbýlishúsið við Nauthólsveg 83 er reist skv. deiliskipulagi og hönnun Kanon arkitekta. Lóðin er staðsett í vesturjaðri Öskjuhlíðar og nýtur auk þess nálægðar við Vatnsmýri og hjarta miðborgar.
Húsið er fyrsti áfangi uppbyggingar nemendagarða HR við Nauthólsveg í Reykjavík. Um er að ræða fjölbýlishús 3-5 hæðir auk kjallara. Húsið er staðsteypt og einangrað að utan. Útveggir eru klæddir með álklæðningu. Lóð er sameiginleg fyrir alla byggingaráfanga.