Naustahverfi – rammaskipulag

1. verðlaun
Boðskeppni 1997
Verkkaupi: Akureyrarbær
Samkeppni í samstarfi við AÍ
Rammaskipulag 2000
Stærð skipulagssvæðis 130 ha

Kanon arkitektum var boðin þátttaka að undangengnu forvali í hugmyndasamkeppni um skipulag Naustahverfis á Akureyri 1997.

Naustahverfi nær frá eldri bæjarhluta suður að Kjarnaskógi. Skipulagshugmyndin byggir á lestri í landið. Skýrleiki og umhverfisgæði eldri hverfa er hafður að leiðarljósi en jafnframt er tekið á breyttum forsendum sem aukin bílaumferð í nútíma þéttbýli skapar. Ný byggð er í afmörkuðum reitum sem leggjast eftir svæðinu. Meginleið hverfisins, lífæð þess og vaxtarbroddur þræðir sig í gegnum reitina.

Rammaskipulag Naustahverfis var unnið í kjölfar samkeppninnar og lokið 2000. Þar verður í fyllingu tímans um 6000 íbúa byggð ásamt verslun og þjónustu. Áhersla er lögð á bæjarrýmið og tengsl bygginga við götur og torg.

Greinargerð

  • 1212281447140001
  • ljosm_loftm
  • model3d
  • aftsmynd
  • kirkja
  • skissan
  • rammask
  • mynd