Naustahverfi – deiliskipulag

2001 – 2007

Verkkaupi: Akureyrarbær

Heildarstærð skipulagssvæðis: 55 ha

Heildarfjöldi íbúða: 700

 

Árið 2000 var samþykkt rammaskipulag Naustahverfis á Akureyri, sem Kanon arkitektar unnu á grunni verðlaunatillögu frá 1997 um skipulag svæðisins. Í framhaldi þess var Kanon arkitektum falið að vinna deiliskipulag fyrir fyrstu áfanga svæðisins skv. rammaskipulaginu innan skilgreindra reita þess. Um er að ræða nyrsta hluta Naustahverfis. Þar er blönduð íbúðarbyggð fjölbýlis og sérbýlis, hverfisþjónusta, grunnskóli og leikskóli. Í samræmi við markmið rammaskipulags er áhersla lögð á bæjarrýmið og tengsl bygginga við götur og torg.

  • SK2 copy
  • modelloftmynd
  • model copy copy
  • 3dd
  • model77
  • model44
  • snid