Náttúra Mannvirki Umhverfi Orka

Hugmyndavinna og kynning 2011

 

Á vormisseri 2011 unnu Kanon arkitektar hugmyndavinnu um þemað Náttúra – Mannvirki – Umhverfi – Orka. Markmiðið var að skoða hvernig virkja mætti betur þekkingu og reynslu arkitekta og landslagsarkitekta í tengslum við framkvæmdir vegna orkuvinnslu en gert hefur verið. Afrakstur vinnunar var tekin saman í kynningu fyrir Landsvirkjun vorið 2011.

Í hugmyndavinnunni er stillt saman sjónarmiðum um friðun lands á móti sjónarmiðum um skynsamlega nýtingu náttúruauðlinda og spurt hvernig sætta megi þau. Eiga náttúruvernd og nýting náttúruauðlinda samleið? Skoðaðir eru raunhæfir virkjanakostir framtíðar með áherslu á sjálfbæra endurnýjanlega orku. Og að lokum reifað hvert framlag arkitekta og landslagsarkitekta gæti verið, hvernig mætti virkja hugvit þeirra og þekkingu til að skapa áhugavert samspil mannvirkja og náttúru og betri sátt um framkvæmdir.

 

Náttúra Mannvirki Umhverfi Orka – kynning

 

  • 1
  • 2
  • 3
  • 4
  • 5_rammi
  • 6_rammi