Markaðstorg – söluhjallar

Hugmyndavinna 2012

 

Sjálfstæðar einingar fyrir útimarkað í Kvosinni sem einfalt er að setja saman og taka niður. Sveigjanlegar i notkun og uppröðun og henta fyrir margvíslega viðburði allan ársins hring. Við hönnun, efnisval og form er skírskotað til íslenskrar byggingararfleiðar. Hjallar og trönur – tenging við hafnarsvæðið og Grjótaþorp.
Við hvern hjall er setbekkur og söluborð sem fela forsteypta kubba sem fergja hjallinn. Útdraganlegur pallur er út frá rennihurð. Sjálft vinnusvæðið er gegnsætt að mestu, rimlaþekjur og stífingar koma í veg fyrir óheft aðgengi utanfrá. Plexigler og/eða pvc dúkar skapa skjól og auka sjónræn áhrif út á við. Rennihurð er á langhlið.
Þakeining er útfærð þannig að regnvatn renni sem minnst af þakinu á gesti og gangandi.

Kanon arkitektar unnu verkefnið í samstarfi við nokkur þjónustufyrirtæki við Ingólfstorg og Reykjavíkurborg.

 

  • 1
  • 3
  • 4
  • 5
  • 6
  • 2
  • tunglmynd2
  • efnis