Sérbýli í Mosfellsbæ

Hönnun lóðar 2014

Um er að ræða endalóð í Leirvogstunguhverfi nálægt  Köldukvísl. Almennt útivistarsvæði liggur að lóðarmörkum til suðurs og vesturs. Þar er jafnframt talsverður hæðarmismunur einkum til suðurs. Húsið er ein hæð, teiknað af Teiknistofu arkitekta – Gylfa Guðjónssyni og félögum árið 2007. Búið var að framkvæma aðkomusvæði og bílastæði þegar Kanon arkitektar komu að frekari lóðarhönnun.

Verkefnið gekk út á að skapa umgjörð fyrir dvalarsvæði ásamt tengingum um milli bak- og framlóðar. Fyrirkomulag byggingar býður upp á sterk tengsl inni- og útirýma. Húseigendur vildu einnig fá skýra afmörkun milli úti dvalarsvæðis og almenns útivistarsvæðis. Á sama tíma var mikilvægt að rýra útsýnið ekki um of.

Unnið er með misháa (stað)steypta veggi með glerflötum þar ofan á. Þessir veggir halda utanum garðrýmin og brúa hæðarmismun. Form þeirra endurspeglar grunnflöt hússins. Útigeymsla og setlaug eru felldar inn í þessa afmörkun. Gangfletir eru staðsteyptir. Sérstakir gróðurkassar liggja þétt út frá stofugluggum. Gróður er annars nýttur markvisst s.s. til afskermingar og að milda tiltölulega strangt form garðveggja.

  • 14-13_20140624_Grunnar
  • 14-13_20140624_Grunnar
  • 14-13_20140624_Grunnar
  • 14-13_20140624_Grunnar