Kristnibraut 2 – 12

2001

Verkkaupi: Guðleifur Sigurðsson byggingaverktaki

Heildarstærð: 4.700 m²

Fjöldi íbúða: 36

 

Fjölbýlishúsið við Kristnibraut 2 – 12 er reist skv. deiliskipulagi og hönnun Kanon arkitekta. Landkostir svæðisins eru nýttir og bygging sniðin að landhalla. Byggingin stallast niður vesturhlíð Grafaholts og myndar áberandi kennileiti í hverfinu. Lögð er áhersla á útsýni og dagsbirtu. Stofur snúa í tvær áttir að lágmarki og njóta birtu og útsýnis til norðurs og suðurs. Íbúðir efstu hæða hafa aðgengi að þaksvölum og þaðan er mjög víðsýnt. Stakstæðar bílgeymslur laga sig að landhalla. Byggingin eru steinsteypt og einangruð að innan. Ytra byrði er múrhúðað og málað í hvítum og dökkgráum litum.

  • 5
  • 2
  • 1
  • 3
  • 9
  • 8
  • 6
  • 7
  • grunnm_utlit