Kramhúsið
Yndisgarður – tillaga að endurbótum 2016
Kramhúsið er öflugt heilsu- og menningarhús á baklóð við Skólavörðustíginn í miðborg Reykjavíkur. Lítið garðsvæði tengist aðalsal hússins og hefur það verið tiltölulega vannýtt síðustu árin.
Kanon arkitektar gerðu tillögu að endurbótum þessa svæðis. Þær fólust í því að útbúa yndisgarð sem gestir Kramhússins gætu notið allt árið um kring.
Hugmyndin er að vinna með það efni sem fyrir er á staðnum og blanda saman við innfluttan efnivið – endurspegla þannig fjölþjóðlegt andrúmsloft Kramhússins.
Upplifun garðsins verður innan úr salnum en einnig verður hægt að fara út í garðinn á góðum degi.