Kópavogstún – safnasvæði

Nýsköpunarverkefni 2008 – 2011.

 

Nokkur fyrirtæki á sviði arkitektúrs, landslagsarkitektúrs og innanhússarkitektúrs með starfsemi í sameiginlegu húsnæði á Laugavegi 26 hafa unnið að margvíslegri þróunar- og hugmyndavinnu frá haustinu 2008. Eitt þessara verkefna er tillaga að safnasvæði á Kópavogstúni í samstarfi við dr. Þorleif Friðriksson sagnfræðing. Leiðarljós vinnunnar var að draga fram í dagsljósið og nýta á markvissan hátt þann fjársjóð sem falinn er í mannvirkjum, sögu, umhverfi og náttúru svæðisins. Hugmyndin gengur út á að útfæra og þróa áhugavert safna- og útivistarsvæði á Kópavogstúni með því að samtvinna menningu, sögu og útivist á nýstárlegan hátt og efla þannig menningar- og atvinnulíf Kópavogsbæjar. Eftirtaldir aðilar stóðu að verkefninu: Eitt A innanhússarkitektar, Kanon arkitektar, MFF ehf, Teiknistofan Tröð og dr. Þorleifur Friðriksson sagnfræðingur.

  • 1
  • 2staerri_oll
  • 3staerri