Kirkjugarðar Siglufjarðar

Hannað 2010 – 2011

Verkkaupi: Sóknarnefnd Siglufjarðarkirkju með stuðningi kirkjugarðaráðs

Stærð: 1,3 ha

Garðurinn við Ráeyrarveg er annar tveggja kirkjugarða í Siglufjarðarprestakalli. Hann var tekin í notkun 1989 og liggur rétt utan við þéttbýliskjarnann. Garðurinn var lengi tiltölulega afskiptur og því nauðsynlegt og tímabært að útbúa framtíðarskipulag til að vinna eftir. Framkvæmd fyrsta áfanga felst aðallega í að lagfæra aðkomur og bílastæði. Þá liggur fyrir að móta þurfi ný svæði fyrir kistugrafir og duftker. Einnig eru áform um smíði garðhliðs, byggingu minningarreits og þjónustubygginga. Gert er ráð fyrir að garðurinn muni stækka í áföngum til norðurs og hann geti þannig þjónað Siglfirðingum næstu áratugi.

  • Nordureftir2
  • Mreitur B 2014
  • Mreitur A 2014
  • KS febrúar2014vwx