Sérbýli á Seltjarnarnesi

Endurhönnun og breytingar lóðar 2011

 

Um er að ræða einkalóð í grónu hverfi við Seltjarnarneskirkju. Húsið er tvær hæðir, teiknað af Sigvalda Thordarson árið 1953. Viðbygging og breytingar eru teiknaðar af Teiknistofunni Tröð 2009. Megin hluti lóðarinnar liggur einni hæð neðar en gangstétt utan lóðar. Talsverður landhalli er því beggja vegna hússins. Í kjölfar framkvæmda vegna viðbyggingar var lóðin endurhönnuð með það að markmiði að bæta aðgengi og dvalarmöguleika. Hönnunin tekur mið af grunnformi hússins sem er ósamhverft. Upphækkaðir gróðurreitir og spegiltjarnir mynda umgjörð dvalarsvæðis. Talsvert er lagt upp úr því að lóðin sé falleg á að horfa frá efri hæð hússins og svölum. Á lóðamörkum er áhersla á þéttan gróður í bland við stakstæð tré og trjáraðir.

  • Grunnmynd