Keilugrandi-Boðagrandi-Fjörugrandi
Deiliskipulagstillaga í auglýsingu frá júní 2016
Verkkaupi: Búseti
Stærð Skipulagssvæðis: 7.500 m²
Fjöldi nýrra íbúða: allt að 78
Skipulagssvæði afmarkast af Keilugranda, Eiðsgranda, Boðagranda og gangstíg sunnan Fjörugranda, en breytingar ná fyrst og fremst til lóðarinnar við Keilugranda 1.
Mælikvarði og byggðarmystur svæðisins er fellt að núverandi byggð þar sem hún mun rísa hæst til norðurs í átt að hafi, en lækkar til suðurs í átt að smágerðari íbúðarbyggð.
Á svæðinu verður áhersla lögð á aðlaðandi og vistlegt yfirbragð og gróðursæla ásýnd. Með skipulagshugmyndinni er áhersla lögð á að styrkja göturými að Keilugranda og Eiðsgranda sem og að móta skjólgott og notalegt garðrými til suðurs. Í miðju rýminu verður lýðheilsureitur – útisvæði fyrir unga og aldna.