Garðatorg 1

Tekið í notkun 2010
Verkkaupi: Garðabær
Heildarstærð byggingar: 4.496 m²
Hönnunarsafns Íslands: 1.612 m²

 
Árið 2009 lá fyrir ákvörðun hjá Garðabæ um lagfæringar og endurbætur byggingarinnar við Garðatorg 1 með það að markmiði að koma henni aftur í not, en hún hafði staðið tóm um hríð. Breytingar utan- og innanhúss skyldu m.a. miða að því að flytja starfsemi Hönnunarsafns Íslands í húsið tímabundið – nýta rýmið og efla miðbæ.
Kanon arkitektar voru fengnir til að hanna endurbætur, en byggingin er upprunalega teiknuð af Benjamín Magnússyni arkitekt. Ákveðið var að fjarlægja seinni tíma viðbætur og endurheimta upprunalega formfestu og einfaldleika byggingarinnar.
Nýtt anddyri Hönnunarsafnsins, ásamt verslun og kaffi- og bókahorni, blasir við frá torginu. Þaðan leiðir nýr stigi gesti safnsins frá anddyri upp að sýningarrými efri hæðar.

 • 1
 • 2
 • 3
 • 4
 • 5
 • 6
 • 9
 • 7
 • 8
 • 10
 • 11
 • 12
 • 13
 • 14