Gróinn garður á Seltjarnarnesi

Breytingar á lóð 2011 og 2019

Hér er um að ræða gróna lóð á fremur skjólgóðu svæði á norðanverðu Seltjarnarnesi. Húsið er teiknað af Kjartani Sveinssyni um 1980 og lóðarhönnun frá sama tíma var unnin af Auði Sveinsóttur landslagsarkitekt. Endurbætur á lóð voru gerðar í byrjun nýrrar aldar af Birki Einarssyni landslagsarkitekt. Þær fólust í endurbótum á göngutengingu milli tveggja dvalarsvæða garðsins. Breytingarnar 2011 fólu í sér endurgerð og stækkun kvöldsvæðis, endurnýjun yfirborðs auk lagfæringa og viðbóta við núverandi skjólgirðingar. Þá var allur gróður yfirfarinn og nýjum plöntum plantað í samræmi við breyttar áherslur.  Sumarið 2019 var framlóðin aðlöguð að breytingunum frá 2011. Helstu áherslur voru endurnýjun yfirborðsefna og minniháttar breyting á gróðurbeðum.  Mikilvægt var að varðveita helstu grunnform og gróður sem gefur garðinum ákveðið svipmót.

 • 1
 • 2
 • 5
 • 4
 • 3
 • 7
 • 10
 • 12
 • 8
 • 11
 • 9
 • Hofgardar 13-tillaga