Sumarhús í landi Mykjuness
Reist 2005
Flatarmál: 106 m²
Húsið er á jörð lögbýlisins Mykjuness í Rangárþingi ytra, en þar hefur verið stunduð skógrækt síðan um 1990. Húsið er staðsett samkvæmt deiliskipulagi Kanon arkitekta í brekku með tilkomumikla fjallasýn að Heklu og víðar. Innra rými og gluggasetning miðast við að hægt sé að njóta útsýnis sem best innanhúss. Skjólgóður sólpallur tengist innra rými á þremur stöðum í húsinu. Húsið er nefnt Hellrar, en nafnið er fengið frá gömlu heiti landsvæðisins skv. fornleifaskrá, sem unnin var vegna deiliskipulags. Það er á einni hæð með millilofti, uppbyggt úr timbri á steyptum undirstöðum. Útveggir eru klæddir með sedrusvið, þak er klætt ólituðu bárujárni.