Háskólagarðar HR
1 verðlaun.
Samanburðartillaga 2014
Deiliskipulag samþykkt í október 2015
Verkkaupi: Háskólinn í Reykjavík, Grunnstoð ehf
Stærð skipulagssvæðis: um 3,2 ha
Fjöldi íbúða: allt að 350
Árið 2014 var þremur arkitektastofum boðið að vinna samanburðartillögur um skipulag fyrir Háskólagarða HR. Tillaga Kanon arkitekta bar sigur úr býtum og var valin til útfærslu.
Markmið tillögunnar er að móta fjölbreytt íbúðarsvæði og margbreytilegt umhverfi með því að tvinna saman borgargötubyggð í vestri og opnari byggð að útivistarsvæði í austri. Áhersla er lögð á að nýta nánd við Öskjuhlíð og auka tengsl byggðar og náttúrusvæða. Til norðurs og vesturs, að miðborginni og Nauthólsvegi er randbyggð borgarhúsa sem myndar götumynd og bæjarrými. Til austurs er form bygginga brotið upp í opnari byggð sem fléttast við útivistarsvæðið. Syðst á svæðinu er leikskóli. Þar er einnig gert ráð fyrir þjónustukjarna með dagvöruverslun, kaffihúsi o.þ.h. að Nauthólsvegi.