Grafarholt – deiliskipulag

Deiliskipulag vestursvæðis samþykkt 1999

Deiliskipulag austursvæðis samþykkt 2002

Verkkaupi: Reykjavíkurborg

Stærð vestursvæðis: 25 ha

Fjöldi íbúða: 275

Stærð austursvæðis: 40 ha

Fjöldi íbúða: 880

 

Deiliskipulag íbúðarbyggðar á vestursvæði var unnið í kjölfar hugmyndassamkeppni þar sem Kanon arkitektar fengu 2. verðlaun. Við skipulagið var haft að leiðarljósi að nýta landkosti til hins ýtrasta. Land liggur vel við sólu og mikið útsýni er frá háhæðinni. Áhersla er lögð á fallega ásjónu skipulagssvæðisins og landslagseinkenni eru undirstrikuð með byggð. Húsagerðir taka mið af landi, byggingar í brekku taka upp landhalla og stallast þar sem við á.

Austursvæði Grafarholts myndar útvörð byggðar að Reynisvatni. Staðsetning bygginga og trjágróðurs miðar að því að mynda vistleg, falleg og skjólrík göturými. Á skipulagssvæðinu er fjölbreytt íbúðarbyggð auk grunnskóla og leikskóla.

  • 00-03_vestursvaedi
  • 00-03_austursvaedi
  • 00-03_model2
  • 00-03_model3
  • 00-03_model4
  • 00-03_ljosm3
  • 00-03_ljosm1