Geysir í Haukadal
Hugmyndasamkeppni um skipulag og hönnun Geysissvæðisins í Haukadal 2013-14
Verkkaupi: Sveitarfélagið Bláskógabyggð í samvinnu við landeigendur Geysissvæðisins og AÍ.
Úr greinargerð með tillögu.
- Geysissvæðið fær nýja umgjörð. Hún er skýr í sjónrænu og huglægu tilliti – heldur utan um svæðið og verndar það, dregur úr áreiti frá aðliggjandi þjónustustarfsemi og umferð.
- Ný aðkoma verður inn á Geysissvæðið. Hún skapar hughrif – gesturinn er leiddur um göng inn í nýja veröld – jarðtengdur með bókstaflegum hætti.
- Endurbætt gönguleiðanet leiðir gesti á áhugaverðan, öruggan og varfærnislegan hátt um Geysissvæðið- dregur fram sérstöðu og opnar augu gesta fyrir fjársjóði sem þar er fólginn.
- Utan afgirts Geysissvæðis verður ný hringleið um hátind Laugarfells og niður með Beiná – gönguleið sem eykur margbreytileika og eflir ferðamannasvæðið í heild.