Fyllingsdalen
2012
Stærð skipulagssvæðis: 375 ha
Nýr íbúafjöldi: 15.000
Ný störf: 4000
Verkkaupi: Bergen kommune
Verkefnið fólst í rýni uppbyggingarmöguleika í Fyllingsdalen, úthverfi Bergen, sem skipulagt var 1960 fyrir 20 þúsund manns. Unnið í samstarfi við norsku arkitektastofuna OG arkitekter. Teymið var valið til tillögugerðar í forvali á Evrópska efnahagssvæðinu.
Skipulagstillagan er heildarsýn á mögulega uppbyggingu og verður nýtt við stefnumörkun í skipulagsendurskoðun. Skipulagssvæðið er lykilsvæði í aðalskipulagi Bergen. Þar er uppbygging íbúðarbyggðar áætluð í eldri íbúðarsvæðum og atvinnusvæðum við verslunar- og þjónustukjarna.
Miðbiki hverfisins er breytt frá yfirbyggðum verslunar- og þjónustukjarna og dreifbyggðu athafnasvæði í lífæð sem liggur þvert á dalinn. Umhverfi lífæðarinnar miðast við fjölbreyttan ferðamáta. Bæjarrými er rammað inn með byggingum verslunar, þjónustu og íbúða. Áhersla er lögð á sjálfbærni í vistvænni byggð og umhverfi í Fyllingsdalen.