Frístundahús í Skagafirði

Tillaga í vinnslu 2017

Heildar flatarmál bygginga:

allt að 200 m²

Um er um að ræða 0,5 hektara lóð á svæði fyrir frístundabyggð. Lóðin hallar mót suðri út frá lágu hamrabelti. Landbúnaður einkennir nærsvæðið og útsýni er á fagra fjallatinda. Gróðurfar er fremur einsleitt en hagstætt veðurfar og jarðgæði bjóða upp á ýmsa möguleika varðandi fjölbreyttara gróðurfar. Hér er gerð tillaga að byggingu 3 smáhýsa (25m2 hvert) sem hringast utan um 2 sjálfstæð hús, annarsvegar byggingu (60m2) með sameiginlegu eldhúsi og setustofu, og hinsvegar byggingu (60m2) fyrir lóðarhafa. Sú bygging verður ein hæð með hálf-niðurgröfnum kjallara. Smáhýsin eru hugsuð sem svefnrými fyrir gesti. Byggingarnar hafa sérstök nærsvæði og er áhersla lögð á gott útsýni frá þeim. Þær tengjast ennfremur saman með gönguleiðum og dvalarsvæðum. Aðkoma og bílastæði eru í suðaustur horni lóðar og er gert ráð fyrir geymsluskúr það við. Trjárækt verður í jöðrum svæðisins.

  • LYSING AB
  • 4
  • 5