Félagsheimilið Végarður

Tekið í notkun 2004

Verkkaupi: Fljótsdalshreppur

Stærð viðbyggingar: 240 m²

Heildarstærð húsnæðis: 415 m²

 

Viðbygging og endurbætur eldra húsnæðis frá 1957 eftir Gísla Halldórsson arkitekt. Félagsheimili Fljótsdælinga, skrifstofur sveitarfélagsins og sýningaraðstaða Landsvirkjunar vegna Kárahnjúkavirkjunar. Með viðbyggingu og endurbótum eldra húsnæðis var aðstaða félagsheimilis Fljótsdælinga bætt til muna. Með breytingunum var ennfremur gert ráð fyrir upplýsingamiðstöð Landsvirkjunar. Á efri hæð viðbyggingar eru skrifstofur sveitarfélagsins og Landsvirkjunar.

Viðbyggingin er steinsteypt, útveggir einangraðir að utan. Hluti byggingarinnar er tveggja hæða, klæddur múrkerfi, þak einhalla, klætt bárustáli. Lægri hluti á einni hæð er klæddur lerki úr Hallormsstaðaskógi, þak er viðsnúið undir malar- og hellufargi.

Á lóð er tjaldstæði, hannað af Birki Einarssyni landslagsarkitekt.

 • 2
 • 1
 • 4
 • 5
 • 3
 • 6
 • SUDURHLID
 • AUSTURHLID
 • VESTURHLID
 • 7
 • lodin2