Elliðaárvogur og tengd svæði
2005 – 2010
Verkkaupi: Reykjavíkurborg
Stærð skipulagssvæðis: 220 ha
Vinna við rammaskipulagið hófst í árslok 2005. Það er stefnumarkandi heildarsýn um uppbyggingu svæðisins og tengsl þess við nærliggjandi svæði. Skipulagið tekur á umbreytingu svæðisins úr iðnaðarsvæði í íbúða- og þjónustusvæði. Þar eru settar fram forsendur og hugmyndir að framtíðaruppbyggingu. Áhersla er lögð á vistvæna byggð í nágrenni Elliðaárvogar. Rammaskipulagið er á svæði sem skilgreint er sem lykilsvæði í Aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030 og er rammahluti aðalskipulags fyrir Elliðaárvog.
Unnið í samstarfi við VSÓ ráðgjöf.