Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaárósa

3. verðlaun
Tveggja þrepa samkeppni 2012
Verkkaupi: Vegagerðin og Reykjavíkurborg
Samkeppni í samstarfi við AÍ

 

Tillaga að þægilegri og öruggri göngu- og hjólaleið yfir Elliðaárósa, skilvirkum hlekk í samgöngukerfi borgarinnar. Brýrnar verði vistvæn samgöngubót og til prýði í borgarlandi.
Brýrnar tvær ásamt göngu- og hjólaleið yfir Geirsnefið mynda eina heild. Frá sjónarhorni vegfarenda verður öll leiðin samræmd, líkt og farið sé yfir samfellda brú. Þetta er til þæginda, en einnig rökrétt út frá núverandi hæðarlegu lands.
Áhersla er lögð á að samgöngumannvirkin myndi kennileiti í borgarlandinu.
Reykjavík er hafnarborg og umhverfi skipulagssvæðisins einkennist af nálægð við sjó, smábátahafnir og stórskipahöfn. Hugmynd að ásýnd og yfirbragði brúnna – möstur, stög og stál – er hugsuð sem eins konar stef við hafnarumhverfið.
Unnið í samstarfi við Hnit verkfræðistofu hf.

  • adalmynd
  • konsept_konseptsnid
  • yfirlitsmynd
  • loftm_langsnid_dullur
  • bru_vestur
  • bru_fra_aningu
  • bru_snid_deili