Íbúðarhúsnæði í vesturbæ Reykjavíkur

Breytingar og endurbætur 2014

 

Húsið er þriggja hæða steinhús og er teiknað af Einari Erlendssyni 1926. Það var nánast í upprunalegri mynd þegar ráðist var í lagfæringar og breytingar innanhúss. Grunnmynd hússins er einföld, sígild og góð og vel til þess fallin að laga að nútímakröfum. Við hönnun var lögð áhersla á að breytingar yrðu gerðar af alúð og með virðingu fyrir hinu upprunalega og að kostir hússins yrðu undirstrikaðir og nýttir til hins ýtrasta.

Endurbæturnar ná til alls hússins. Meginbreytingin er fólgin í nýju eldhúsi og að opnað var milli þess, stofu og borðstofu og þannig myndað bjart og opið rými – hjarta heimilisins. Nýr stigi tengir jarðhæð og aðalhæð.

Lóð hússins var endurhönnuð af Kanon arkitektum 2016

 

Ljósmyndir af eldhúsi:

Heiðdís Guðbjörg Gunnarsdóttir

Aðrar ljósmyndir:

Kanon arkitektar

 • HH eldhus-5A
 • HH eldhus-4
 • HH eldhus-3
 • HH eldhus-11
 • HH eldhus-10
 • seruppdraettir 1 50
 • seruppdraettir 1 50
 • seruppdraettir 1 50
 • nyr stigi 22.mai
 • nyr stigi 22.mai
 • Stigi 8
 • Stigi 9
 • Stigi 4
 • Stigi 7
 • Stigi 5
 • Stigi 6
 • Stigi 10
 • Stigi 2
 • Stigi 1
 • Stigi 3
 • Lysing