Egilsstaðakirkjugarður

Hannað 2010 – 2011

Verkkaupi: Sóknarnefnd Egilsstaðakirkju með stuðningi kirkjugarðaráðs

Endurbætur á núverandi garði auk skipulags á stækkunarhluta garðsins sem fyrirhugaður er. Fyrsti áfangi framkvæmda var boðinn út vorið 2013 og lauk framkvæmdum sumarið 2015. Meginþungi fyrsta áfanga felst í endurbótum á aðalgönguleið núverandi garðs, en þessi gönguás mun tengja saman gamla og nýja hluta garðsins. Gönguásinn er staðsteyptur og meðfram honum eru steyptir setveggir og vatnspóstar úr stáli. Austurendi ássins myndar einskonar aðkomutorg við núverandi sáluhlið garðsins. Vesturendi ássins er útfærður sem minningarreitur. Með stækkun garðsins verður minningarreiturinn miðlægur í heildarsamhenginu. Aðrir framkvæmdaliðir fyrsta áfanga felast í lagfæringu á malarstígum, gerð duftreita og endurnýjunar á lýsingu, girðingum og gróðri.

Ljósmyndir tók Guðmundur Rafn Sigurðsson.

 • 217
 • 068
 • 057
 • 0165
 • AFSTÖÐUMYND NÝ
 • MEGINSTIGUR3
 • MEGINSTiGUR
 • MEGINSTIGUR2
 • gönguás3
 • 12-04-03
 • gönguás2
 • gönguás4