Edinborg Menningarmiðstöð

Tekið í notkun 2007

Verkkaupi: Edinborgarhúsið ehf

Stærð byggingar: 1700 m²

Endurbætur gamla Edinborgarhússins á Ísafirði fyrir starfsemi menningarmiðstöðvar í samvinnu við Teiknistofuna Kol og Salt ehf.

Edinborgarhúsið var reist eftir teikningum Rögnvaldar Ólafssonar arkitekts árið 1907. Bryggja Edinborgarverslunar reis sama ár. Bryggjuhúsið og bryggjan voru lengi eitt mesta mannvirki á Ísafirði.

Í menningarmiðstöðinni er m.a. starfræktur Listaskóli Rögnvaldar Ólafssonar og veitingastaður ásamt annarri starfsemi. Þar eru salir fyrir leiksýningar, tónleika, myndlistarsýningar, ráðstefnur og önnur mannamót.

Ljósmyndir: Ágúst Atlason.

Gömul ljósmynd frá 1907: Björn Pálsson / Skjalasafnið á Ísafirði.

 • 7
 • afst
 • 2
 • 3
 • 4
 • 1
 • 5
 • 6
 • grunnm
 • utlit
 • utlit2
 • snid2
 • utanhuss