Dimmuhvarf, heimili fyrir einhverfa
Nýbygging tekin í notkun 1999
Viðurkenning umhverfisráðs Kópavogs 2001 fyrir hönnun
Verkkaupi: Félagsmálaráðuneytið
Flatarmál: 484 m²
Heimilið er við Dimmuhvarf 2 í Kópavogi. Í húsinu eru 6 sjálfstæðar íbúðareiningar ásamt sameiginlegu rými. Húsið er myndað af tveimur álmum og eru þrjár íbúðir og setustofa í hvorri þeirra. Form hússins og efnisnotkun tekur mið af byggðu umhverfi þess. Það er samsett úr smágerðum einingum og hefur yfirbragð klasa smáhýsa sem mynda saman eina sterka heild.
Í viðurkenningu Kópavogs fyrir hönnun segir: “Þó húsið sé mun stærra en flest hús í nágrenni þess, tekst höfundum að fella það að eldri byggð með því að skipta því upp í smærri einingar og með markvissu lita- og efnisvali. Húsið er vitnisburður um vandaða vinnu höfunda, sem skilar góðu verki.”