Brákarey

1. verðlaun
Samanburðartillaga 2007
Deiliskipulag 2009
Verkkaupi: Borgarbyggð
Stærð skipulagssvæðis: 4 ha
Fjöldi íbúða: 60

 

Árið 2007 bauð Borgarbyggð fimm arkitektastofum að vinna samanburðartillögur um skipulag í Brákarey. Tillaga Kanon arkitekta bar sigur úr býtum og var valin til útfærslu.

Í deiliskipulagi Brákareyjar, sem er útfærsla á samanburðartillögu, er sérstaða eyjarinnar undirstrikuð. Áhersla er lögð á gott heildaryfirbragð mannvirkja og að form þeirra og efnisnotkun taki ríkt tillit til umhverfisins og upphefji stórbrotna náttúru svæðisins. Gert er ráð fyrir blandaðri byggð íbúða, verslunar og þjónustu. Þjónustu- og íbúðarbyggingar umlykja torg, sem opnast til suðurs. Nyrst verður bygging með íbúðum og þjónustu, austar hótel og fjölnotahús. Á syðri hluta eyjarinnar móta samfelldar raðir íbúðarbygginga litlar húsagötur. Undir torginu verður bílgeymsla.

 

 • afstodumynd
 • gamlakort2
 • modelmynd2
 • modelmynd
 • deiliskipulagsuppdr
 • skyringarmynd
 • 1
 • 2
 • snid
 • fjall
 • sjor