Aðalskipulag Sveitarfélagsins Garðs
2013 – 2030
Staðfest 2015
Verkkaupi: Sveitarfélagið Garður
Endurskoðun aðalskipulagsins hófst á vormánuðum 2013. Þá höfðu miklar breytingar átt sér stað í sunnanverðu sveitarfélaginu sem sköpuðu fjölmörg tækifæri til breyttrar landnotkunar sem kallaði á vandaða vinnu við stefnumótun og samráð. Aðalskipulagið er stefnumarkandi heildarsýn fyrir þróun sveitarfélagsins þar sem mörkuð er stefna um landnotkun, samgöngu- og þjónustukerfi, umhverfismál, atvinnu- og samfélagsmál og þróun byggðar. Því er ætlað að stuðla að hagkvæmri og skynsamlegri nýtingu lands og leggja mat á helstu áhrif skipulags á umhverfið og samfélag.
Áhersla er lögð á fyrirhugaða uppbyggingu nýrra athafnasvæða og þéttingu í byggð, ásamt afmörkun þéttbýlisins. Meginmarkmið lúta að m.a. að öruggu samgöngukerfi, fjölbreyttum atvinnumöguleikum, hagkvæmri nýtingu lands og þjónustukerfa.
Unnið í samstarfi við VSÓ ráðgjöf.