A.sk. Reykjanesbæjar – endurskoðun
2015-2030
Staðfest 2017
Verkkaupi: Reykjanesbær
Þessi endurskoðun er á aðalskipulagi sem unnið var eftir miklar breytingar sem áttu sér stað í sveitarfélaginu m.a. vegna stækkunar þess í kjölfar brotthvarfs varnarliðsins. Sú endurskoðun leiddi til umfangsmikilla breytinga á landnotkun, samgöngu- og þjónustukerfum, umhverfismálum, atvinnu- og samfélagsmálum og þróunar byggðar. M.a. sökum aðstæðna í þjóðfélaginu á fyrsta áratug 21. aldarinnar varð uppbygging hægari og minni en stefnt hafði verið að eftir gildistöku aðalskipulagsins. Í því ljósi var m.a. dregið úr stærð atvinnu- og íbúðarsvæða á grunni nýrra forsendna.
Unnið í samstarfi við VSÓ ráðgjöf.